Risalöndun hjá Hvanney SF,2015
Eins og hefur verið undanfarin ár þá hefur Hvanney SF átt ansi góðan maí mánuð á dragnótinni.
ÞEssi mánuður sem er að enda verða kominn ætlar að vera gríðarlega góður.
Hvanney SF hefur landað um 556 tonnum í aðeins 15 róðrum eða 37 tonn í róðri.
Af þessum 556 tonnum þá eru 181 tonn af ýsu, 129 tonn af steinbít og 122 tonn af þorski.
Nýjsta löndun bátsins var gríðarlega stór svo ekki sé meira sagt. því Hvanney SF kom með 70 tonn í land eftir eina veiðiferð.
Steinbítur var uppistaðan í aflanum eða 37 tonn, enn að auki þá var ýsa 18 tonn og þorskur 10 tonn.
Miðað við þessa mokveiði þá má alveg búast við því að Hvanney SF fari yfir 600 tonnin núna í maí.

Hvanney SF mynd Þorsteinn Guðmundsson