Risalöndun hjá Snæfelli EA ,2016

Þorskveiðar í Barnetshafinu hafa verið ansi góðar núna í ár.  þeir frystitogarar sem hafa lagt á sig þetta ferðalag þarna norður eftir hafa mokveitt.


tveir ísfiskstogarar hafa stundað veiðar þar og hefur þeim báðum gengi feiknarlega vel.  
Kaldbakur EA og Snæfell EA.

Bárðir þessi togarar hafa komið með risalandanir bæði sem landað er í Noregi sem og á Akureyri.  
Kaldbakur EA hefur landað 749 tonnum í þremur löndunum og mest 288 tonn sem öllu hefur verið landað á Akureyri,

Snæfell EA hefur landað 945 tonnum í fjórum löndunum þar sem að öllum aflanum nema 90 tonnum hefur verið landað á Akureyri.  .

nýjsta löndun Snæfells EA var risastór og svo stór að það þarf að fara ansi mörg ár aftur í tímann til þess að finna jafn stóra löndum hjá ísfiskstogara sérstaklega eftir að þeir urðu karavæddir,

landað var úr Snæfelli EA 303 tonnum sem fengust á 10 veiðidögum,  síðan var silgt til Akureyrar með aflann.  allur þessi afli var í körum og ísaður.   er  þetta fullfermi og vel það hjá Snæfelli EA og fyrsta 300 tonna löndunum í ansi mörg ár,


Snæfell EA mynd Jóhann Ragnarsson,