Risaróður hjá Dögg SU,2015
Veiði línubátanna sem eru að veiðum fyrir austan landið hefur verið nokkuð góð núna í haust. eins og kanski við var að búast þá hafa 30 tonna bátarnir náð vel yfir 10 tonn í róðri af og til, og bátarnir sem er að 15 BT hafa líka náð yfir 10 tonnin þótt það sé ekki eins oft og 30 tonna bátarnir,
Þó eru þarna tveir róðrar hjá 15 tonna bátunum sem hanga vel í stóru róðrunum sem að 30 tonna bátarnir hafa komið með. Benni SU kom nefnielga mest með 14,7 tonn í landi í einni löndun,
Enn Fúsi á Dögg SU er nú þekktur fyrir það að koma með risaróðra í land og á hann t.d íslandmetið í mestum afla 15 tonna báts í einni löndun,
Hann er ekket á því að láta þessa 30 tonna báta stinga sig af í mestum afla í einni löndun því að Dögg SU kom drekkhlaðinn til Stöðvarfjarðar núna um daginn með um 17 tonn að landi í einni löndun sem fékkst á um 14 þúsund króka, gerir það um 35 bala eða tæp 500 kíló á bala,
Þessi róður á Dögg SU er nokkuð merkilegur ef hann er borin saman við bátanna á listanum bátar yfir 15 BT. enn ENGINN bátur á þeim lista hefur náð yfir 17 tonnin þar, Gullhólmi SH á stærstu löndunina 16,7 tonn og Hafdís SU 16,4 tonn,
Þess vegna skulum við ekki gleyma Dögg SU. hún er líkleg til alls,

Dögg SU með fullfermi. Mynd Guðlaugur B