Risaróður hjá Pálínu Ágústdóttir GK.2015

Minni línubátarnir fyrir sunnan hafa verið að fiska nokkuð vel, og fyrir helgi þá voru ansi margir bátar að veiðum utan við Grindavík.  Þar á meðal Gísli á Pálínu Ágústdóttir GK.  Hann lenti heldur betur í veislu og dró sem samsvaraði  um 38 bölum.  Vegna þess að verkfall far í Grindavík hjá starfsmönnum fiskmarkarðins þá þurftu bátarnir frá Sandgerði að sigla til Sandgerðis til þess að landa aflanum.  Þangað silgdi Pálina Ágústdóttir GK drekkhlaðinn og var báturinn vel siginn þegar til hafnar kom,


uppúr bátnum komu 15,3 tonn eða um 400 kíló á bala og er þetta langmesti afli sem að báturinn hefur komið með í einni löndun.  Planið var að millilanda í Grindavík enn útaf verkfallinu þá var allt dregið inn og silgt í land.  Gekk siglinginn vel enda gott í sjóinn.

Dágóðan tíma tók að landa úr bátnum enda fiskur svo til útum allt og var hann allur tekin í hús til vinnslu.

Pálína Ágústdóttir GK kominn inn til Sandgerðis.


Vel siginn við bryggjuna.



löndun að hefjast

Bókstaflega allt kjaftfullt Myndi Kjartan Páll Guðmundsson