Risaróður hjá Sunnutindi SU,2015

Eins og heufr verið greint frá hérna á síðunni þá hfur STakkavík stelt alla gáska bátanna sína og síðasti báturinn sem var seldur var Þórkatla GK sem í dag heitir Sunnutindur SU  


Óðin Arnberg skipstjóri á Sunnutindi ásamt áhöfn sinni lenti heldur betur í mokveiði þegar að þeir lögðu lína um 60 mílur út frá Djúpavogi.  
Þeir voru með um 15 þúsund króka og fengu í bátinn algjört fullfermi. 
Að sögn Óðins þá gekk heimsiglinginn vel enda var blíðuveður.  Þegar komið var til Djúpavogs þá eftir að löndun var lokið þá voru það 22,5 tonn blautt, enn endatalan verður eitthvað í kringum 17 tonnin.
ef aflinn er reiknaður upp miðað við 400 króka bala þá er aflinn um 448 kíló á bala sem er feiknarlega gott

Aldrei áður hefur báturinn komið með jafn mikinn afla að landí i einni löndun og núna. 

Sunnutindur SU kemur drekkhlaðin til hafnar.  Mynd Magnús Kristjánsson

Áhöfnin á Sunnutindi SU frá vinstri. Kristinn Arnberg, eða Kiddó eins og hann er kallaður, enn hann er með bátinn  þegar að Óðinn er í frí,  svo Hreiðar Hauksson og Kristinn Hrannar Hjaltason. Mynd Óðinn Arnberg


Allt kjaftfullt.  Óðinn að reyna að stíga frá borði.  

Fiskur bókstaflega útum allt

Sunnutindur SU legst að bryggju.  Myndir Magnús Kjartansson