Rosaleg mokveiði hjá Rifsara SH og Steinun,2015ni SH
Í sumar þá hefur verið ansi góð veiði hjá Agli ÍS og Ásdísi ÍS á dragnótinni, og má segja að þeir hafi setið einir að veislunni úti fyrir Aðalvík,
Núna í byrjun september þá eru komnir fjórir bátar frá Snæfellsnesinu, Esjar SH, Matthías SH, Rifsari SH og STeinunn SH:
Steinunn SH og Rifsari SH hafa heldur betur mokveitt,
Rifsari SH hefur mest komið með 44 tonn í einni löndun og var þorskur uppistaðan í aflanum og er þegar þetta er skrifað aflahæsti dragnótabáturinn á landinu með 117,9 tonn

Rifsari SH Mynd Þröstur ALbertsson
Enn STeinunn SH er fáranlega stutt á eftir Rifsara SH því að Steinunn SH er ekki nema 178 kílóum á eftir Rifsara SH,
Steinun SH hefur líka komið með fullfermi og vel það. 62 tonn í fyrsta róðri sínum og í þeim næsta 56 tonn.

Steinunn SH mynd Alfons Finnson
Með sama áframhaldi þá verða þessir tveir bátar ansi snöggir að klára kvóta sína.