Ruglingur með Hrafn Sv. GK,2016

Á nýjasta frystitogara listanum sem ég birti hérna á Aflafrettir.is núna á sunnudaginn þá kom þar fram að Hrafn SVeinbjarnarsson GK hafi heldur betur mokveidd og landað 2100 tonnum í 3 löndunum,


eitthvað hef ég verið full glaður með að reikna saman tölurnar á Hrafni  því í raun þá var hann ekki með nema um 800 tonn í einni löndun,

það gerir það að verkum að þessi flotta tala sem ég var með yfir 5 þúsund tonn var ekki alls kostar rétt,

þið lesendur góðir tóku eftir þessu og margir létu mig vita að eitthvað væri bogið við þessar tölur á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK,

Biðst ég afsökunar á þessum reikningsruglingi og hef ég birt nýjan lista á síðunni með réttum tölum,


Hrafn Sveinbjarnarsson GK Mynd Gísli Reynisson