Sæbjúguæði í Apríl,2016

Metfjöldi báta er núna að stunda sæbjúguveiðar.  


flestir bátanna eru á veiðum í Faxaflóa og hafa í það minnsta þrír þeirra verið að landa á Akranesi,

Tveir bátanna eru á Djúpavogi og hafa þeir verið að mokveiða.  

núna í apríl þá eru samtals 8 bátar á sæbjúguveiðum .

á Neskaupstað er Eyji NK og hefur hann landað 7 tonnum í 2 rórðum ,

á Djúpavogi er Sandvíkingur ÁR sem hefur landað 94 tonn í 14 róðrum og mest 10,4 tonn í einni löndun 

Þar er líka Sæfari ÁR sem hefur veitt ansi vel.  landað 142 tonnum í 17 róðrum og mest 14,2 tonn í einni löndun.

Sæfari ÁR mynd Heimir Horrritz

Jóhanna ÁR er í fyrsta skipti kominn á sæbjúgveiðar og byrjaði báturinn á veiðum í Faxaflóa enn er kominn núna suðurfyrir og landar í Þorlákshöfn.  hefur hann landað 14 tonnum í 5 róðrum ,

í Njarðvík er Drífa GK sem hefur landað 76 tonnum í aðeins 6 rórðum og Drífa GK á líka stærstu löndunina allra bátanna eða 18,6 tonn.  meðalaflinn hjá Drífu GK er líka sá hæsti eða 12,7 tonn,

Drífa GK Mynd Pascal Drouan

svo er Akranes,

Þar er Hannes Andrésson SH með 60 tonn í 12 róðrum 
Ebbi AK með 37 tonn í 6, enn það má geta þess að Ebbi AK er eini plastbáturinn á Sæbjúgu

og Klettur MB sem er með 23 tonn í 4 róðrum ,

Samtals hefur því núna verið landað í Apríl 452 tonnum af sæbjúgu.