Sæbjúgumok á Austurlandinu,2016

Sæfari ÁR og Sandvíkingur ÁR átti ansi góðan apríl mánuð á sæbjúgunni þar sem þeir eru að landa á Djúpavogi.  


núna hefur einn annar bátur bæst í þann hóp því Klettur MB er kominn þangað austur og er búið að vera mokveiði hjá þeim öllum,

Klettur MB hefur landað 156,5 tonn í 12 róðrum eða 13 tonn í róðri og mest 17,1 tonn, landað á Fáskrúðsfirði.  

Sæfari ÁR er ekki langt á eftir með 150,6 tonn í 13 róðrum og mest 16,9 tonn,

Sandvíkingur ÁR er svo með 110 tonn í 13 róðrum og mest 11,6 tonn.

Auk þessara þriggja báta sem bera af þarna fyrir austan er svo einn á Neskaupstað 

Eyji NK sem hefur landað 16,3 tonn í 4 róðrum og mest 5,6 tonn í einni löndun,

Samtals hafa því þessir bátar landað 433 tonn þarna á austurlandinu,


Klettur MB áður Guðmundur Jensson SH Mynd Hilmar Snorrason