Sigurfari GK,,2016

Það er búið að vera einmuna veðurblíða núna eftir hrygningstoppið og dragnótabátarnir í Sandgerði hafa fiskað ansi vel,


Í gærkveldi (25.apríl)þá var mikið um að vera í Sandgerði þar að allir dragnótabátarnir voru að koma inn til löndunar.

Einn af þeim bátum sem kom frekar seint inn var Sigurfari GK og ég smellti nokkrum myndum af honum.  enn það má geta þess að Sigurfari GK hefur fiskað ansi vel núna í apríl og er komin með 131 tonn í 9 róðrum og er næst aflahæstur á eftir Hásteini ÁR sem er með 184 tonn.  


Flott að vera á sjó í svona veðurblíðu,



Sigurfari GK að koma inn, enn bakvið hann var Þórsnes SH að landa,


Myndir Gísli Reynisson