Sirrý ÍS 36 kominn á veiðar,2016

Eins og greint var frá hérna á síðunni þá kom nýr togari til Bolungarvíkur og var sá togari keyptur frá Noregi og kom í staðin fyrir línubátinn Þorlák ÍS .


Togarinn fór strax í breytingar á Ísafirði þar sem meðal annars var settur um borð í togarann kælisnigill eins og hefur gefið góða raun í Málmey SK,

Núna hefur Sirrý ÍS hafið veiðar og fór í fyrsta túrinn undir lok febrúar og landaði þá 52 tonna afla og af því þá var þorksur 48 tonn,

Sirrý ÍS er núna búinn að landa sinni fyrstu löndun í mars og var sá túr 70,5 tonn og af því þá var þorskur 55 tonn,

Allur kvótinn sem Sirrý ÍS veiðir kemur af línubátnum Þorláki ÍS og hefur því honum verið lagt vegna þess,

Togarinn er nú þegar kominn á botnvörpulistann hérna á aflafrettir.is

Sirrý ÍS áður Stamsund Mynd Frode Adolfsen