Sjómannadagshelgin,2015
Það viðrar vel til sjómannahátíða núna um helgina.
útgáfa sjómannadagsblaðanna er ansi öflug um landið. t.d koma blöð á Austfjörðum, Grindavík, Ólafsvík, Vestmannaeyjum og Patreksfirði svo dæmi séu tekinn,
núna vill svo til að ég er með greinar í þremur sjómannadagsblöðum.
er með greinar í Sjómannadagablaði Patreksfjarðar, Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja og Sjómannadagsblaði Fiskfrétta.
Allar greinarnar fjalla um sitthvoran hlutinn. Patreksfjarðar greinin skoðar árið 1975, alla báta sem þá lönduðu í Patreksfirði,
Vestmanneyjar greinin fjallar um hvert bátarnir fór að landa og hvernig þeim gekk eftir Heimaeyjargosið árið 1973.
Fiskifréttagreinin er um vertíðina 2015 og vertíðina 1965.
Nóg að lesa í öllum blöðunuim sem koma út.
Á milli þess sem þið sjómenn góðir lesið blöðin þá vonandi eigið þið kærkomna og góða helgi.
núna er vertíðin ykkar búin

Svona var þetta oft á vertíðinni 2015.

enn þá tekur við mín vertíð sem er rútuvertíðin.
sjómannadagskveðja
Gísli R