Slagur systurtogaranna,2015
Sumarblíðan að steikja mig núna þar sem ég er staddur í Jarðböðunum á Mývatni,
var að setja inn nýjsta botnvörpulistann inn og já það er bara hörkugóð veiði hjá togurnum okkar.
Nýju togarnir okkar og systurskipin Helga María AK og Málmey SK eru í hörkuslag núna þar sem að báðir togarnir eru búnir að landa 4 landanir hvort skip
kíkjuim á það.
Löndun nr 1. Helga María AK kemur með 179,8 tonn og þar af er karfi 114 tonn,
Deginum áður hafði Málmey SK landað 193,6 tonnum og af því var þorskur 174 tonn.
Málmey SK 1, Helga María AK 0
Löndun nr 2: Málmey SK kemur með fullfermi 211 tonn og er þorskur af því 200 tonn.
Helga María AK reynir að saxa á og landað 194 tonnum og af því er karfi 101 tonn.
Málmey SK 2, Helga María 0
Helga María AK kominn í 364 tonn og Málmey SK 404 tonn
Löndun nr 3. Strákarnir á Helgu María AK orðnir brjáaðir á að Málmey SK sé að stinga þá af og þeir landa
fullfermi eða 206 tonn og af því er ufsi 133 tonn.
Málmey SK með ekki nema 168 tonn og af því þorskur 150 tonn.
Málmey SK 2, Helga María AK 1.
Málmey SK kominn í 572 tonn enn Helga María AK 570 tonn og saxar verulega á forskot
Löndun nr 4. Fiskvinnslan farinn að strjórna veiðunum hjá Málmey SK því togarinn kom aðeins með 144
og af því var þorskur 111 tonn.
Helga María AK er ekkert með miklu meiri afla enn Málmey SK þvi togarinn landar 158
tonnum og af því er ufsi 86 tonn.
Málmey SK 2, Helga María AK 2.
Og þar með fór Helga María AK frammúr Málmey SK eins og sést á nýjasta listanum.

Helga María AK Mynd Jóhann Ragnarsson

Málmey SK mynd Fisk.is