Smá innlit á Norskan bát,2015

Var svona að flakka yfir norska báta og fann þar einn sem er ansi nýlegur og er bæði að veiða uppsjávarfisk og botnfisk,
heitir þessi bátur ASBJØRN SELSBANE (T 0042T)  Þessi bátur var smíðaður árið 2013 og er því ekki nema um 2 ára gamall.  Báturinn er 55 metrar á lengd og 12,8 metrar á breidd.  mælist 1191 BT.  í honum er 3500 hestafla vél.  

Núna í ágúst þá hefur báturinn verið á  ufsaveiðum og hefur landað þrisvar sinnum alls 86 tonnum af ufsa.

Auk þess hefur frá áramótum báturinn verið að veiða, þorsk og síld.  hefur báturinn landað 744 tonnum af þorski.  
128 tonnnum af ufsa

727 tonn af síld

171 tonn af ýsu 
og 2 tonn af makríl.

alls hefur því báturinn landað 1471 tonnum af bolfiski.



Asbjörn Selsbane mynd Svein W pettersen,