Smekkfullur Vinur SH,2016

Það er búið að vera ansi góð og mikil veiði í breiðarfirðinum núna í febrúar og sömuleiðis útvið suðurnesin,


Bergvin sævar Guðmundsson sem er skipstjóri á Vin SH sem er 7,7 tonna bátur gerður út frá Grundarfirði, hefur núna í vetur róið með jafn langa línu eða 22 bala í róðri og hefur veiðin hjá honum verið þetta 100 til 150 kíló á bala.  

núna um daginn þá fór Bergvin út með sína 22 bala eins og vanalega og lagði línuna út við Flákann sem er í um þriggja tíma stími frá Grundarfirði.  

veiðin var vægast sagt all svakaleg, því eftir að búið var að draga einungis 16 bala eða 7200 króka þá var báturinn orðinn fullur og enginn leið að koma meiri afla um borð í bátinn.  
Hringdi þá Bergvin í félaga sinn á Birtu SH sem kom og dró restina af línunni 6 bala og fékk á þá bala um 6 tonn,

Þegar löndun var lokið þá kom í ljós að Vinur SH hafði landað tæpum 8 tonn sem fengust á þessa 16 bala.  það gerir um 500 kíló á bala.  og að auki voru 2 tonn á 6 bala sem gerir um 333 kíló á bala.

Að sögn Bergvins þá datt honum aldrei í hug að lenda á svona þvílíkum afla,  enda róið með sömu línulengd marga róðra þarna á undan.  mjög kalt var í veðri og sólarlaust þannig að fiskurinn hélt fínum gæðum landleiðina,

Ekki pláss fyrir meira.  og sjá má þarna 6 tóma bala af línu sem Birta BA dró.


Vinur SH smekkfullur að koma til Grundarfjarðar.  Myndir Bergvin.