Snilldar Mynd í morgunsólinni,2015
Inná Facebook síðunni smábátar í 100 ár þá hafa komið þar ansi mikið af mjög svo góðum myndum af smábátum frá öllu landinu.
Sigdór Jósefsson sem er skipstjóri á Baldvin ÞH frá Húsavík setti inn mynd sem ég vil segja að sé algjört listtaverk.
Hann var á báti sínum að sigla á 15 mílum í morgunsólinn á leiðinni út frá Húsavík.
bakvið hann til vinstri var svo Aron ÞH að sigla á 13 mílum og til hliðar við hann var svo Sigrún Hrönn ÞH að sigla á 24 mílum.
Sigdór virðist hafa náð frábæru augnabliki því öldufallið frá Sigrúnu Hrönn ÞH er ansi flott
Frábær mynd og bestu þakkir til Sigþórs fyrir að birta þessa frábæru mynd í grúbbunni

Mynd Sigdór Jósefsson