Sólborg RE ( fyrrum) orðin langur,2015
Dragnótabáturinn Sólborg RE hefur lítið róið núna þetta árið, enda var báturinn seldur til Rifs og hefur verið í miklum breytingum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
Þar er búið að lengja bátinn og byggja yfir hann og verður síðan sett í hann beitningavél sem getur tekið allt að 30 þúsund krókum. enn til að byrja með verða þeir með 25 þúsund króka.
Sólborg RE er þriðji kínbáturinn sem hefur farið í lengingu hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur (SN) enn Sólborgin er samt 2 metrum lengri enn hinir. fer upp í um 26 metra og 220 tonn að stærð.
Báturinn var tekin úr húsinu hjá SN um daginn vegna þess að hrókera þurfi á planinu og koma inn ´hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni RE .
Búið er að ákveða nafn á nýja bátinn og mun hann fá nafnið Faxaborg SH 207 Það nafn er ekki óþekkt í útgerðarsögu Rifs þar sem að þar var eitt sinn bátur sem hét þessu nafni og var sá bátur nokkuð merkilegur. Sá bátur hét uppruna lega Skarfur GK og var annar línubáturinn á íslandi til þess að fá beitningavél um borð, sá fyrsti var Núpur BA:
Sömuleiðis er búið að ráða skipstjóra á bátinn og er það Friðþjófur Orri sem hefur verið í nokkur ár með Særif SH, og verður þetta því ansi mikil viðbrigði af fyrir Fitta eins og hann er kallaður að fara af 15 tonna bátnum yfir á þennan nýja.
Enn er sirka mánuður í að báturinn hefji veiðar og verður fróðlegt að sjá hvernig hann verður á litinn , enn miðað við litinn á gömlu Faxaborg SH þá var sá báturinn grænn á litinn




Myndi Gísli Reynisson