Sóley Sigurjóns GK og Berglín GK báðir frá veiðum,2015
Þegar síðuritari var á sjó þá var honum oft hugsað til þess að eitt af því versta sem gæti skeð væri ef eldur kviknaði um borð í báti eða skipti út á sjó.
sem betur fer þá hefur ekki verið mikið um eldsvoða í skipum hérna við landið enn þó kemur það af og til fyrir,
Eldur kom upp í Sóley Sigurjóns GK núna fyrir nokkrum dögum síðan og tókst skipverjum að slökkva eldinn, enn skemmdir urðu þó þannig að ekki var hægt að ræsa aðalvél. rækjutrollið var úti og kom línubáturinn Tómas Þorvaldsson GK til aðstoðar og náðu áhafnir beggja skipanna trollinu upp.
tók svo Tómas Þorvaldsson GK Sóley Sigurjóns GK í tog.
svo virðst sem að skemmdir hafi ekki verið það miklar og verður líklegast hægt að sigla togaranum í heimahöfn eftir bráðabirgðaviðgerðir,
Með þessum eldsvoða þá er Nesfiskur án sinna tveggja ísfiskstogara vegna þess að hinn togari Nesfisks Berglín GK er í slipp i Njarðvík.

Sóley Sigurjóns GK og Líf GK. Mynd Landhelgisgæslan

Berglín GK mynd Markús Karl Valsson