Stærsti báturinn í .... Borgarnesi??,2016

Borgarnes,   staðurinn þar sem vestur og norður mætast.  á þeim mörgum ferðum mínum sem rútubílstjóri bæði vestur og norður þá er iðulega stoppað í Borgarnesi.  ef tími gefst til þá rúllar maður stundur yfir í Brákarey og fer þar á bryggjuna, enn ekki eru nú margir bátar þar, hafa iðulega verið tveir litli bátar,


Bátar í Borgarnesi sem flestir eru smábátar eru með skráninguna MB,  Reyndar var það þannig að bátar frá Akranesi voru lengi vel með MB skráningu enn því var breytt á árunum 1946 til 1948 að þá fengu bátar frá Akranesi , AK skráninguna.

Síðan þá hafa bátar sem MB skráningu verið afar fáir og í dag eru þeir ekki nema um 5 talsins og af þeim eru Þytur MB og Hvítá MB þeir einu sem eitthvað hafa verið að róa til fiskjar.

Því vekur það nokkra athygli að núna er fyrsti stóri báturinn í hátt í 50 ára sögu MB að verða skráður í Borgarnesi,

Guðmundur Jensson SH var lengi gerður út frá Ólafsvík, enn honum var skipt út fyrir nýrri og stærri bát.  Gamli báturinn stundaði dragnótaveiðar fyrir sunnan og fékk þá nafnið Markús KE 177.

Núna er verið að breyta bátnum til þess að fara að veiða sæbjúgu og mun jafnframt verða skipt um nafn á bátnum.  Nýi báturinn mun fá sæbjúguleyfi sem að Fjóla SH ( plastbáturinn) var með og mun báturinn leggja inn afla á sama stað og Ebbi AK hefur gert.

mun báturinn fá nafnið Klettur MB 8. 

og er þetta því langstærsti báturinn sem í Borgarnesi er skráður og þarf að fara aftur til ársins 1967 til að finna stóran bát sem var skráður þar, enn þá var Elding MB 14 skráð þar, enn Elding er í dag hvalaskoðunarbátur,

Bergur Garðarson sem var skipstjóri á Hannesi Andréssyni SH meðal annars á tilraunaveiðum á hörpuskel mun verða skipstjóri á Klett MB 8.

Guðmundur JEnsson SH verður KLettur MB 8 Mynd Hilmar Snorrason.