Stígandi VE seldur til Suðurnesja,2016
togskipið Stígandi VE var nýverð keyptur frá Vestmannaeyjum til Suðurnesja.
bátnum var silgt til Njarðvíkur þann 13 febrúar og kom til Njarðvíkur snemma morguns 14.febrúar.
fyrirtækið Marbrá keypti bátinn enn það fyrirtæki er í eigu Bergs Þórs Eggertsonar sem er aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks.
Að sögn Bergs í samtali við AFlafrettir þá hefur þetta staðið til nokkuð lengi að kaupa bát, um tíma þá var hann að spá í að kaupa Aðalbjörgu II RE, enn af því varð ekki. Nýi báturinn mun fá nafnið Marberg GK 717 og mun væntanlega verða skráður í Sandgerði ( allavega nefndi síðuritari það vel við Berg að hafa hann skráðan í Sandgerði):
Að sögn bergs þá eru enginn verkefni sem fyrirliggja á bátnum enn hann var með ýmsar hugmyndir um hvernig nýta mætti bátinn, Nokkur veiðarfæri fylgdu með bátnum og er báturinn svo til klár til veiða.

Stígandi VE verður Marberg GK Mynd Gísli Reynisson,