Strandveiðarnar,2015
Hef fengið ansi margar fyrirspurnir um strandveiðarnar og hvort að það verði sérlisti yfir þann flokk veiðarfæra.
Ekki hefði ég nú mér ætlað að búa það til, enn eftir nánari skoðun þá sá ég að það væri lítið mál að halda utan um þær veiðar.
Mun ég birta nánar lista yfir hver svæði fyrir sig enn byrja á þeim bátum sem voru aflahæstir á hverju svæði fyrir sig.
Aflahæsti báturinn ´í maí var Fengur ÞH frá Grenivík.
landaði báturinn 10,6 tonnum í 14 róðrum eða 757 kíló í róðri.
Var Fengur á svæði B.

Fengur ÞH
Á svæði A sem lokaðist fyrst eða 19 maí þá var Naustvík ST hæst með 7,4 tonn í 9 róðrum eða 819 kíló í róðri,

Naustvík ST Mynd Grétar Þór
Á Svæði C þá var Sóley ÞH hæstur með 8 tonn í 11 róðrum eða 729 kíló í róðri

Sóley ÞH Mynd Hafþór Hreiðarsson,.
og á svæði D þá var Hulda SF hæstur með 8,9 tonn í 11 róðrum eða 810 kíló í róðri,

Hulda SF áður Hanna SF.
Það má geta þess að svæði D er nokkuð langt og er Hornafjörður inn í því og líka suðurnesin sem og Akranes,
ég mun birta nánari útlistanum á þessum svæðum og t.d horfa á hafnirnar sem að bátarnir lönduðu í,