Strandveiðivertíðin að verða búinn,2015
Þá er búið að gefa það út.
búið er að stöðva allar strandveiðar á svæðum A, B og C sem gilti frá og með 13 ágúst,
veiðar á svæði D verða líklegast heimilar út ágúst,
Það er samt frekar merkilegt að skoða svæði C og D.
enn svæði D byrjar á Hornafirði enn svæði C endar á Djúpavogi. það merkir að bátar þaðan mega ekki róa , enn bátar á Hornafirði mega róa.
Spurning hvort þeir séu að veiða á sama svæði.
Etir að Hornafirði er ekkert fyrr enn um 300 km sunnar þegar kemur að Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn,
Eins og staðan er núna þá eru eftirfarandi bátar aflahæstir á hverju svæði,
á svæði A er Raggi ÍS aflahæstur með 5851 kg eða 5,8 tonn í 7 róðrum mest 875 kíló

Raggi ÍS Mynd Emil Páll.
Næstir á eftir Ragga ÍS eru
SMári ÍS með 5,6 tn í 7
Veiga ÍS 5,6 tn í 7
Albatros ÍS 5,5 tn í 7 og Arney SH 5,5 tn í 7,
á Svæði B.
er Nonni HU frá Skagaströnd aflahæstur með 4,9 tonn í 6 róðrum og mest 881 kíló

Nonni HU mydn Þorgeir Baldursson
næstir á eftir Nonna HU eru
Stefanía HU með 4,8 tn í 7
Fengur ÞH 4,5 tn í 6
Sæunn HU 4,5 tn í 6
svæði C.
Þar eru þrír efstu bátarnir allir frá Djúpavogi,
aflahæstur á þessu svæði er Beta SU með 4,8 tn í 6 róðrum og mest 803 kíló

Beta SU mynd Vigfús Markússon
næstir á eftir Betu SU eru
Birta SU 4,7 tn í 6
Már SU 4,4 tn í 6
Oddur Guðjónsson SU 4,2 tn í 6 frá Breiðdalsvík,
Svæði D sem ennþá er í gangi og þar eru 10 aflahæstu bátarnir allir frá Hornafirði,
núna er Hulda SF aflahæstur þar með 4,2 tn í 5 róðrum og mest 979 kíló í einni löndun,

Hulda SF mynd af vefnum smábátar .is
næstur á eftir þessum 10 bátum frá Hornafirði er Jón Pétur RE sem landar í Grindavík 2,1 tonn í 3 róðrum,.