Sunnutindur SU 95, áður Þórkatla GK,2015
Stakkavík í Grindavík gerði lengi vel úr þrjá gáska báta sem allir voru svo til samskonar.
Óli á Stað GK, Hópsnes GK og Þórkatla GK.
Búið var að selja bæði Óla á Stað GK og Hópsnes GK og eftir stóð því Þórkatla GK .
Sá bátur var seldur fyrir skömmu síðan til Búlandstinds ´á Djúpavogi.
Núna er búið að mála nýtt nafn á bátinn og er það nafn ansi vel þekkt þar í bænum.
Þórkatla GK fékk nefnilega nafnið Sunnutindur SU 95.
Það nafn var t.d á eina togaranum sem hefur verið gerður út frá Djúpavogi.

Gamla nafnið Þórkatla GK

Nýja nafnið Sunnutindur SU 95.

Merki Búlandstinds. Myndir Óðinn Arnberg