Svo til nýr Sverrir SH,,,2015

Fyrst um sinn þá voru smábátarnri um 8 til 9 tonn, enn síðan kom bylgja í gang sem varð til þess að bátarnir fóru að stækka upp í 15 BT.  og útgerðir á Snæfellsnesinu voru þar ekki undanskildar , ja allar nema ein,


Sverrisútgerðin sem gerir út bátanna Glað SH og Sverri SH sem báðir eru um 9 tonna bátar voru ekkert að flýta sér að þessum breyitingum.  Sverrir SH var tekinn í land í júlí í fyrra þar sem kominn var tími á vélina í bátnum.  í framhaldinu af því þá var báturinn tekinn til algjörrar endurbyggingar.  og útkomann 12 metra langur bátur og 15 tonn að stærð.
Hérna að neðan má sjá lista yfir það sem gert var við bátinn.
Að sögn Viðars Páls Hafsteinssonar í Bátahöllinni á Hellissandi sem tók Sverrir til endurbyggingar þá var þetta um 90 % endursmíði.  og eru þetta svipaðar breytingar og gert var á Brynju SH
Örvar Marteinsson skipstjóri á Sverri sagði að verkið hefið dregist nokkuð enn útkomann væri ansi góð og hefði Örvar farið einn túr til þess að prufa bátinn og gekk túrinn vel.  Skrúfan stækkaði umtalsvert, eða úr 24 tommum og uppí 32 tommur.  MEsti ganghraði á bátnum er um 22 mílur enn hann fór út með 36 bala og gekk þá 17 mílur út.  .
Örvar sagði að þegar að báturinn var fyrst hífður á land þá vigtaði hann 8 tonn, enn þegar hann var hífður endurbættur í sjó þá vigtaði hann 9 tonn.  einungis 1 tonna þynging á bátnum

stækkaður úr 8,3 í 15 BT

Lengdur í 12 metra

breikkaður í 3,4 metra

húsi lyft

nýjar síður

nýtt dekk

tækjalest undir stýrishúsi

lestarrými 12 stk 660L kör + 2 í karm

1800 lítra olíutankur

ný vél JOHN DEERE 650 HÖ

bóg og skutskrúfa

nýtt rafkerfi

nýtt spilkerfi



Búið að skera af Sverri SH.


Kominn úr húsi lengdur


Sverrir SH fyrir breytingar


Sverrir SH eftir Breytingar



Myndi Viðar Páll Hafsteinsson í Bátahöllinni.


Hérna koma svo myndir af fyrsta túrnum , enn að sögn Örvars þá kom oft fyrir að þeir á Sverri SH voru að koma með stútfulla lest og fiskur útum allan bát, eða sirka 7 til 9 tonn


Í fyrsta túrnum hjá Sverri SH þá kom hann í land með um 8 tonn sem allt var í lest.


Sverrir SH Mynd Hafsteinn Þórarinn Björnsson


Feiknar dekkpláss.  Mynd Hafsteinn Þórarinn Björnsson.


Óskar Aflafrettir eigendum bátsins til hamingju með breytingar.