Svona er þetta gert í Mána ÞH,2016
Síðustu tvær fréttir hérna inná Aflafrettir hafa verið í sambandi við grásleppubátanna. núna í dag var það með Herju ST og í gær var það um Mána ÞH frá Húsavík.
Eins og kom fram þar í fréttinni þá setur Þórður skipstjóri og mágur hans sem rær á Mána ÞH 90 stykki í kar sem síðan er fyllt með sjó og ís. .
Þórður sendi mér mynd af því hvernig þeir ganga frá fiskinum og til samanburðar annan bát sem líka var með grásleppu enn ekki ísaðan eins og þeir á Mána ÞH gerðu,
Kanski er rétt að hafa í huga að flestir bátanna sem stunda grásleppuveiðar eru frekar litlir og hafa kanski ekki þann möguleika á að vera með mikinn ís um borð eða fjölda kara þannig að hægt sé að hafa aflann sjókældan.

Aflinn í Mána ÞH

Aflin í öðrum báti.

Fiskur undir netaspili,
Myndir Þórður Birgisson