Tæp 1000 tonn af grálúðu,2015

Núna 1 september þá lauk formlega fiskveiðiárinu 2014-2015.   Það var reyndar ekki það eina því að þá lauk líka mjög svo góðri grálúðuvertíð hjá Kristrúnu RE.


Kristrún RE hóf veiðar á grálúðu í net í maí og landaði í byrjun hvers mánaðar afla nema í ágúst þegar að Kristrún RE landaði tvisvar,

Samtals kom Kristrún RE með 985 tonn af grálúðu og má áætla að aflaverðmætið hafi verið um 665 milljónir króna,

Kristrún RE var eini netabáturinn sem stundaði þessar veiðar í ár.  og er þetta langbesta grálúðuvertíðin í netum hjá Kristúnu RE og líka sú lengsta, 


KVótinn kom víða 
Kristrún RE var reyndar ekki með svona mikin grálúðu kvóta.  því millifærð voru um 627 tonn á bátinn,
komu þau víðsvegar að.  t.d komu 180 tonn frá Vigra RE.  130 tonn frá Múlabergi SI, tæp 90 tonn frá Brynjólfi VE og 15 tonn frá Vestra BA svo dæmi séu tekinn

Að auki þá lauk veru Kristrúnar RE á toppnum á netalistanum og verður því fróðlegt að sjá núna netalistanna hverjr munu slást um toppinn og enda þar


KRistrún RE Mynd Sigurður Bergþórsson