Tilraunaveiðar ganga vel á Hörpuskel,2015

Hörpuskelsveiðar í Breiðarfirðinum voru lengi vel aðallifibrauð útgerða og vinnsla í Stykkishólmi.  þar var langmestum afla af hörpuskel landað ár hvert.  


5 bátar á veiðum síðasta árið
Veiðar á hörpuskel voru bannaðar með lögum árið 2004 enn þá hafði verið mjög lítil veiði árið 2003 enn þá komu á land einungis tæp 800 tonn og voru það fimm bátar sem stunduðu þá veiðar.

Grettir SH sem í dag heitir Vestri BA var með 221 tonn

Þórsnes SH var með 150 tonn,

Gísli Gunnarsson SH 50 tonn enn hann var eini eikarbáturinn og sá minnsti

Þórsnes II SH sem í dag heitir Steini Sigvalda GK var með 127 tonn 

og Kristinn Friðriksson SH var með 206 tonn,

Þetta bann var gríðarlega mikið högg fyrir Stykkishólm.  á árunum 1980 til 1993 þá var aflinn í Breiðarfirðunum í kringum 10 þúsund árlega og fór mest uppí 13 þúsund tonn árið 1986.

tilraunaveiðar hafnar eftir 11 ára bið.
Hannes Andrésson SH hóf tilraunaveiðar í september árið 2014 og var á þessum veiðum fram í byrjun desember það ár og fékk þá 266 tonn.
núna hefur verið gefin út 700 tonna tilraunakvóti og hefur Hannes Andrésson SH hafið veiðar að nýju.  í september þá landaði báturinn um 24 tonnum og núna í október þá hefur hann landað 69 tonnum í 11 róðrum og mest 8 tonn í einni löndun.  



mynd Sigurður Bergþórsson