TJaldur SH, Skýringin kominn!,2015


Áhöfninn á Tjaldi SH er ansi fiskinn og eins og sést á síðasta línulistanum sem er á aflafrettir þá er hann þar skráður með 109 tonna afla í mestu löndun sinni.  
í gær þá skrifaði ég smá klausu um þetta með fyrirsögninni " hvað varð um 19 tonnin hjá Tjaldi SH".

enn komið hafði þá í ljós að við endurútreikning á aflatölum frá Fiskistofu að aflinn á Tjaldi SH fór niður úr 109 tonnum og í 90 tonn,

Þessi pæling mín vakti nokkra athygli og svo fór að haft var samband við mig frá útgerðinni og reynt að finna hvað var að.  og kom í ljós að lítil mannleg misstök höfðu átt sér stað þar sem að vigtarmaðurinn hafði lokað óvart miðað við brúttó og voru því t.d körin inní tölunni.

skýringinn er semsé kominn og seinna í dag mun svo endurreiknaður listi koma á síðuna og þá sjáum við hvort að Tjaldur SH heldur toppnum miðað við nýjar aflatölur.


Tjaldur SH Mynd Sigurður Bergþórsson