Togari keyptur til Bolungarvík. ,2015
Þegar að ísfiskstogarabylgjan reið yfir ísland á árunum 1970 til 1980 þá eignuðust Bolvíkingar tvo togara. Heiðrúnu ÍS og Dagrúnu ÍS. Dagrún ÍS var nokkuð stærri enn Heiðrún ÍS og var feiknarlegt aflaskip.
báðir þessir togarar voru gerðir út af Einari Guðfinnsyni HF (EG HF)sem var stór atvinnurekandi þar í bæ. Þegar að EG fór í gjaldþrot árið 1993 þá hefur ekkið verið mikið um togara sem hafa landað þar reglulega eins og Heiðrún ÍS og Dagrún ÍS ,
Það á eftir að breytast. útgerðarfélagið Jakop Valgeir ehf í Bolungarvík hefur keypt togarann Stamsund frá fyrirtækinu Havfisk í Noregi. kaupverðið er 310 milljónir króna. Að sögn Jakops Valgeirs Flosasonar framkvæmdastjóra Jakops Valgeirs þá kemur togarinn í staðinn fyrir línuskipið Þorlák ÍS sem fyrirtækið á. og er þetta því fyrsti togarinn sem mun verða gerður út frá Bolungarvík í hátt í 20 ár.
Mun togarinn fá kvótann sem er á Þorláki ÍS enn það eru um 3500 þorskígildistonn og verður með togaranum tryggt jafnara flæði til fiskvinnslunar. Þorlákur ÍS verður seldur. Jakop sagði að togarinn færi í slipp í Noregi 4 janúar og verður svo afhentur í framhaldinu. mun í slippnum togarinn verða málaður þar og jafnframt fá sitt nýja nafn. Við komuna við bolungarvíkur þá mun verða sett í hann kælisnigill frá 3X eins og er í Málmey SK
Togarinn mun fá nafnið Sirrý ÍS 46 sem var áður á smábáti sem að jakop Valgeir ehf gerði út.
Um togarann
Togarinn Stamsund er í fullri útgerð og er með ansi góðan og mikin kvóta í Noregi. enn hann er með 6400 tonna kvóta og af því er 4400 tonn af þorski.
frá áramótum 1.janúar árið 2015 þá hefur togarinn Stamsund landað um 4 þúsund tonnum af þorski ýsu og ufsa.
Togarinn var smiðaður árið 1998 og er 698 tonn. hann er 45 metrar á lengd og 10 metrar á breidd. um borð í honum er 2445 hestafla aðalvél.
lestarrými er fyrir um 320 kör eða sirka um 100 tonna afla,
tvær síðustu landanir þegar þetta er skrifað eru á togarann þessar í Noregi,
og var það 15 október þá landaði togarinn 82,6 tonn og
21 október þá kom togarinn með 41 tonn,

