um 600 milljóna króna túr hjá Snæfelli EA ,2015

Frystitogarnir okkar sem hafa verið að veiðum í Barnetshafinu hafa allir verið að gera ansi góða túra þangað.  

Frystitogarinn Snæfell EA kom með fullfermi til Akureyrar svo um munaðu núna fyrir stuttu síðan.  

Túrinn hjá Snæfelli EA tók rúman mánuð og landað var úr skipinu 1484 tonnum og af því var þorskur 1437 tonn.

Þessi löndun er með þeim allra stærstu sem að íslensku frystitogari hefur komið með í land í  einni löndun enn þó ekki met, því að Þór HF sem að stálskip gerði út á metið um 1547 tonn í einni löndun.

Aflaverðmætið er líka ansi gott, eða um 590 milljónir króna sem er með því mesta sem íslenskur frystitogari hefur komi með að landi í einni löndun ,


Snæfell EA mynd Jón Steinar Sæmundsson