Útgerð Haukaberg SH, lokið,2015
Þegar skelveiðin var í Breiðarfirðinum þá var skel veitt og unnin bæði í Stykkishólmi og í Grundarfirði.
í Grundarfirði hafa verið þar nokkur bátanöfn sem hafa verið þar í mörg ár og má segja að tvö þeirra elstu sé nafnið Farsæll og Haukaberg.
Útgerðarfélagið Hjálmar í Grundarfirði sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1954 gerði út bátinn Haukaberg SH, og reyndar um tíma Siglunes SH og Sigurfara SH samhliða Haukaberginu SH.
Því miður þá er það nú komið þannig að útgerðarsaga þessa 61 árs gamla fyrirtækis er á enda kominn.
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði keypti bátinn og kvótann í ágúst síðastliðnum, og fékk þar með um 400 tonna kvóta með bátnum,
Gunnar Hjálmarsson sem var skipstjóri og einn af eigendum af Hjálmi ehf sagði í samtali við Aflafrettir að ástæða þess að ákveðið var að selja var lítill kvóti sem var á bátnum og miklir óvissuþættir í sjávarútvegsmálum landsins. Svo eins og hann sagði að þá var þetta bara komið gott. 61 ár í farsælli útgerðarsögu er langur tími,
Núverandi bátur var smíðaður árið 1974 á Akranesi og hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar. og síðustu stóru breytingarnar sem voru gerðar á Haukaberginu SH voru gerðar í Póllandi árið 2006 og tóku þær framkvæmdir um 5 mánuði. Fékk hann þá það útlit sem hann er með í dag
Ekki er langt síðan önnur gamalgróinn útgerð, útgerð Farsæls GK lauk enn þar fór 50 ára útgerðarsaga og núna er þessi 61 árs saga á enda kominn,
Loðnuvinnslan hefur tekið kvótann af Haukaberginu SH og er með bátinn til sölu kvótalausan. Ekki stendur til að gera bátinn út af þeim, og mun Ljósfell SU veiða kvótann sem var á Haukaberginu SH,

Haukaberg SH Mynd Grétar Þór