Valdimar GK loksins farinn á sjóinn,2015
Það voru smá bilanafréttir hérna á síðunn í gær um Steinunni SH og Pál Jónsson GK .
Þessar bilanir í þeim eru kanski smávægilegar miðað við það sem gekk á um borð í Valdimar GK.
Báturinn fór í slipp snemma um haustið þar sem verið var að gera klárt fyrir komandi vertíð, enn þá vildi ekki betur til enn að kom í ljós að húsið utan um gírinn var sprungið og var því ekkert annað í stöðunni enn að vinna í að laga það.
þetta tók sinn tíma og loksins í dag 23 okt þá komst báturinn á veiðar eftir ansi lagt stop. enn báturinn er búinn að vera stopp síðan um miðjan maí.
nægur kvóti er eftir á bátnum til þess að veiða eða rétt um þúsund tonn.
svo er bara að sjá hvernig bátnum mun ganga.
hérna er smá myndasyrpa



Kvöldsólin og stefnið.



Keyrt í springinn.
Myndir Gísli Reynisson