Velkomnir Brim menn og konur,2016

Ég hef æði gaman af því að halda þessari síðu úti,  sérstaklega vegna þess að ég fæ svo gríðarlega mikil viðbrögð frá ykkur lesendur góðir varðandi allt efni sem á síðuna kemur.  


Núna hefur ein hlið á þessum góðum viðbrögðum komið enn það er að Útgerðarfélagið Brim hf hefur ákveðið að koma og vera einn af bakhjörlum síðunnar,  og kemur þá í hóp góðra fyrirtækja sem þarna eru.  Ísfell, Icepuffin, Voot, HB Grandi og Heimahúsið sem hefur verið á Aflafrettir.is síðan árið 2008.  

Vil ég því þakka kærlega Brim mönnum hvort sem þeir eru á skrifstofunni eða úti á sjó bestu þakkir fyrir að koma og taka þátt í þessari ferð sem Aflafrettir.is eru á.

kveðja
Gísli Reynisson

Set hérna inn af Kleifaberginu RE sem Brim gerir út, gamalt skip sem færi vel björg í bú.

Kleifaberg RE mynd Markús Karl Valsson,