Vetrarvertíðin 2015

í nokkuð mörg ár þá hef ég skrifað vertíðargreinar í Fiskifréttir og núna í sjómannadagsblaði Fiskifrétta þá er stór grein sem fjallar um vertíðina 2015.

einnig til samanburðar er yfirlit yfir vertíðina 1965.

ætla að gefa  ykkur smá innsýn inn í vertíðina 2015.

viðmiðið er eins og undanfarin ár 400 tonn hjá bátunum og 200 tonn hjá smábátunum. 75 bátar náðu yfir 400 tonnin sem er ansi gott miðað við hversu erfitt tíðarfarið var hjá bátunum .  Helst bitnaði vertíðin á smábátunum og dragnótabátunum.  Nesfisksbátarnir voru t.d með algjört hrun í afla.   á vertíðinni 2014 voru allir 4 bátarnrir sem yfir 400 tonnin náðu enn núna voru þeir bara tveir.  

Þessi vertíð var um markt merkilegt.  aðalega útaf því að toppbáturinn í heildarafla sem og aflahæsti netabáturinn eru báðir nýir.


Steinunn SF hefur undanfarnar vertíðir verið hæstur, Steinunn SF hóf ekki veiðar fyrr enn í febrúar og var nú reyndar nálægt því að ná toppnum.  

Vestmannaey VE var aflahæstur með 1915 tonn í 32 róðrum .



Vestmannaey VE mynd Guðmundur Alfreðsson.

Hjá netabátunum þá voru aðeins 3 sem yfir 1000 tonnin náðu og undanfarnar vertíðir þá hefur Hvanney SF verið hæstur.

enn núna þá var það Þórsnes SH sem kom sá og sigraði og gerði það ansi vel.  

Þórsnes SH var hæstur netabátanna með 1328 tonn í 45 róðrum .

Þórsnes SH Mynd Jóhann Ragnarsson