Þvílíkur afli hjá Bárði SH,2016
Í gær þá greindi ég frá mokveiði hjá 30 tonna plastbátnum Arnari SH. þar sem einungis 3 menn eru á .
Enn það er annar 30 tonna plastbátur sem líka er búinn að mokveiða í netin frá Ólafsvík og hefur sá bátur verið með netin svo til á sama stað og Arnar SH var með netin sín,
við könnumst öll við þennan bát. því þetta er Bárður SH,.
Bárður hóf veiðar eftir um 5 daga stopp 14 mars og kom þá í landm eð tæp 11 tonn,
15 mars fyrst 15,1 tonn og svo aftur 7,8 tonn, samtals 22,7 tonn,
16 mars 11,5 tonn
17 mars. fyrst 10,7 tonn og svo aftur 6,1 tonn eða samtals 16,8 tonn
18 mars 8,9 tonn
19 mars fyrst 15,8 tonn og svo aftur fullfermi eða 13,6 tonn. ótrúlegur dagur 29,5 tonn,
20 mars. fyrst 13,6 tonn og svo aftur 7,7 tonn eða 21,2 tonn,
21 mars. fyrst 12,1 tonn og svo aftur 6,4 tonn eða 18,4 tonn,
22 mars 15,1 tonn í einni löndun
23 mars fyrst 12,9 tonn og svo aftur 4,6 tonn,
Samtals landaði því Bárður SH 173 tonnum í 16 róðrum eða 10,8 tonn í róðri,
þennan afla fékk báturinn á 10 dögum eða 17,3 tonn á dag sem er rosalega gott miðað við að einungis eru 3 menn um borð.
Bárður SH með úthlutan kvóta uppá um 500 tonn og hefur til viðbótar því fengið annað eins og þar á meðan um 260 tonn sem komu frá Suðurey ÞH.

Bárður SH Mynd Magnús Þór Hafsteinsson,