Viljið þið Breytingar??, 2017
Frá því að Aflafréttir fóru að birta lista yfir afla í flokki sem heitir Botnvörpungar, þá hafa í þeim flokki verið svo til þrír flokkar af togskipum.
Ísfiskstogarar þar sem við höfum t.d Ásbjörn RE. Ljósafell SU, Kaldbak EA og fleiri togara.
4.mílna togaranna, þar sem við höfum t.d Gullberg VE, Sóley Sigurjóns GK og Þórunn SVeinsdóttir VE svo dæmi séu nefnd
og síðan eru það trollbátarnir. Þeir eru flokkaðir sem 3.mílna togskip.
fyrirsögnin á þessum pistli er
Viljið þið Breytingar?.
Þætti vænt um að fá álit hjá ykkur lesendur góðir um hvort þið viljið að trollbátunum ( og inní þeim hópi er þá rækju og humarbátarnir) verði slitnir frá togurunum
og sú hugmynd sem ég hef er að slíta í burtu trollbátanna frá þessum togurum.
ef það yrði gert þá myndi t.d fyrsti trolllistinn líta svona út.

Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | Vestmannaey VE 444 | 142.9 | 3 | 82.2 | Vestmannaeyjar | |
2 | Bergey VE 544 | 98.6 | 2 | 75.2 | Vestmannaeyjar | |
3 | Hringur SH 153 | 67.2 | 1 | 67.2 | Grundarfjörður | |
4 | Vestri BA 63 | 66.4 | 2 | 35.6 | Patreksfjörður | |
5 | Drangavík VE 80 | 61.9 | 2 | 52.2 | Vestmannaeyjar | |
6 | Steinunn SF 10 | 60.9 | 1 | 60.9 | Þorlákshöfn | |
7 | Áskell EA 749 | 56.4 | 2 | 56.4 | Grindavík, Grundarfjörður | |
8 | Farsæll SH 30 | 51.9 | 1 | 51.9 | Grundarfjörður | |
9 | Dala-Rafn VE 508 | 51.5 | 1 | 51.5 | Vestmannaeyjar | |
10 | Jón á Hofi ÁR 42 | 48.2 | 2 | 48.2 | Þorlákshöfn | |
11 | Vörður EA 748 | 42.1 | 2 | 42.1 | Grindavík, Grundarfjörður | |
12 | Þinganes ÁR 25 | 33.6 | 2 | 26.2 | Þorlákshöfn | |
13 | Helgi SH 135 | 24.8 | 1 | 24.8 | Grundarfjörður | |
14 | Frosti ÞH 229 | 21.2 | 1 | 21.2 | Grundarfjörður |