yfir 600 tonn hjá Málmey SK ,2015

Togarinn Málmey SK var tekin í miklar breytingar í fyrra þar sem togaranum var breytt úr frystitogara og yfir í ísfiskstogara.

meðal annars var settur upp svokallaður kælisnigill sem var nýjung í meðferð og kælingu á fiski í íslenskum togurunm,

greinilegt er að áhöfnin á Málmey SK hefur náð mjög góðum tökum á þessum búnaði því togarinn hefur mokveitt núna undanfarnar vikur,

kíkjum aðeins á það.

síðasta löndun Málmeyjar SK í október var ansi góð eða 203 tonn og var þessi löndun stærsta löndun togara í október.  þessi túr var sirka 6 dagar eða 34 tonn á dag.  í þeim túr þá var þorskur uppistaða aflans eða 169 tonn,

núna í nóvember þá kom togarinn með 197 tonn að landi efti rum 6 daga túr eða um 32 tonn á dag.  Þarna var þorskur líka uppistaða aflans eða um 140 tonn,

nýjsta löndun Málmeyjar SK var heldur betur stór því togarinn kom í land með stærstu löndun sína sem ísfiskstogari eða 215 tonn eftir um 7 daga höfn í höfn, þetta gerir um 31 tonn á dag.  

Hefur þvi Málmey SK landað um 615 tonnum núna í síðustu þrem löndunum sem er nú ansi gott.


Málmey SK mynd fisk.is